Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2009 12:05

Lífið markaðist af gilinu á margan hátt

Í faðmi blárra fjalla frammi í Skagafirði elst Guðrún Ingiríður Jóhannesdóttir upp. Hún býr í dag í Rauðbarðaholti í Dölum. Guðrún Ingiríður er fjórða í röðinni átta systkina þar sem stúlkurnar voru sjö og einn strákur. Umlukt fjöllum og gilinu stóra sem ekki var brúað fyrr en löngu síðar vaxa börn úr grasi sem ekki víla fyrir sér að takast á við hlutina, vinna það sem þarf. Ferðinni er heitið í huganum að Merkigili í Skagafirði fyrir miðja síðustu öld. Reisulegt er að horfa heim að stóra torfbænum, sem taldi fimm burstir og að auki austurhús og suðurhús. Ekkert rafmagn var komið og bæjarlækurinn var vatnsæðin, til að byrja með, en byggt var yfir hann svokallaður rangali, sem þótti mikil bót. Síðar kom rennandi vatn í húsið áður en nýi bærinn var byggður.

Sjá viðtal við Guðrúnu Ingigerði í Skessuhorni vikunnar, þar sem hún rifjar meðal annars upp æskuna á aðventu og lífið á Merkigili.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is