Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2009 02:02

Fann kántrídansinn sem áhugamál þegar mest reið á

„Það má segja að maður lifi fyrir þetta. Kántrídansinn er í rauninni mitt eina áhugamál og það er allt svo skemmtilegt í kringum þetta, ekki síst félagsskapurinn. Auk þess að hittast til að dansa einu sinni í viku, þá erum við annað slagið að gera okkur dagamun. Bregðum okkur þá stundum af bæ og förum líka í keppnisferðir. Svo höfum við farið nokkrar saman í ferðir til útlanda á kántríhátíðir. Við erum einmitt núna nýkomnar af rosalega skemmtilegri hátíð sem haldin var í Glasgow í Skotlandi. Hún var geggjuð, mikil upplifun.  Fyrir nokkrum árum flugum við til New-York og fórum á hátíð sem var haldin norðarlega í Bandaríkjunum. Við reynum alltaf í þessum ferðum að viða að okkur því nýjasta í kennsluefni, svo við getum kennt öðrum í  hópnum nýjustu dansana,“ segir Katrín Guðmundsdóttir sem er ein aðalmanneskjan í kántrídansinum á Akranesi og ein af frumkvöðlunum að þessum fjörlega dansi á Akranesi.

Kantrídansinn hefur öðlast talsverðar vinsældir á Skaganum. Í salnum að Kirkjubraut 40 hittast fjölmennir hópar og dansa einu sinni í viku við leiðsögn Katrínar og hennar aðstoðarkvenna. Þá er kántrídansinn vinsæll meðal eldri borgara á Akranesi.

 

Sjá viðtal við Katrínu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is