Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2009 03:25

Ekki boðlegt að vísa fólki í önnur byggðarlög með bankaviðskipti

„Með lokun útibús Arion banka, áður Kaupþing banka, skerðist þjónusta bankans mjög og ekki er boðlegt að vísa fólki til annarra byggðarlaga til að sækja daglega bankaþjónustu,“ segir bæjarstjórn Akraness í ályktun sem gerð var á fundi í gær. Um leið og bæjarstjórn Akraness lýsir áhyggjum af skerti þjónustu Arion banka, skorar hún á stjórnendur bankans að  gefa út tilkynningu um að vaxtakjör íbúðalána viðskiptavina bankans á Akranesi versni ekki þrátt fyrir að þeir leiti til annarra bankaútibúa á Akranesi með þjónustu.  Á skömmum tíma hefur bankaútibúum á Akranesi fækkað úr fjórum í tvö. Í ályktuninni segir að einnig hafi störfum við bankaþjónustu í bænum fækkað sem ávallt sé áhyggjuefni.

„Við endurreisn íslenska bankakerfisins er ekki óeðlilegt að breytingar verði í útibúaneti banka og sparisjóða. Bæjarstjórn Akraness hvetur til þess að samkeppnissjónarmið verði höfð í huga við endurreisn bankakerfisins svo og atvinnufyrirtækja sem í erfiðleika hafa ratað í kjölfar efnahagshrunsins, því aðeins þannig verður byggt upp heilbrigt atvinnulíf í landinu.“

 

Í þessum síðustu orðum bæjarfulltrúa felst sá ótti sem heyrst hefur frá öðrum bæjarbúum, að með hugsanlegri og jafnvel yfirvofandi sameiningu banka gætu Akurnesingar staðið uppi með aðeins einn banka í bænum og jafnvel verri bankakjör.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is