01. desember. 2009 07:02
Reykjavík Art Gallerý hefur gefið út bókina Páll á Húsafelli. Kemur hún út í tilefni 50 ára afmælis listamannsins fyrr á þessu ári og í kjölfar stórrar afmælissýningar á verkum hans. Bókin er í myndarlegu broti, 156 síður og prýdd fjölda ljósmynda af ferli listamannsins og verkum hans. Það er Þorsteinn Jónsson sem hefur umsjón með útgáfunni ásamt Páli sjálfum en ýmsir fleiri lögðu henni lið. Þeirra á meðal Thor Vilhjálmsson, Helgi í Lumex, frændur hans Þorsteinn Þorsteinsson og Snorri Tómasson og ýmsir fleiri. Í formála bókarinnar skrifar Þorsteinn Jónsson meðal annars: “Samstarf okkar Páls við undirbúning þessarar bókar hefur fyrst og fremst snúist um að safna saman og skrá þau fjölmörgu verk sem hann hefur unnið á sínum listamannsferli, bókargerðin var aðeins rökrétt framhald þeirrar ánægjulegu vinnu.