Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2009 12:53

Fuglaverndarsinnar óttast ekki stækkun refastofnsins

„Ég hef verið að velta fyrir mér þeirri ótrúlegu þögn sem ríkt hefur af hálfu akademíunnar og frjálsra félagasamtaka um þetta mál,“ segir Snorri H. Jóhannesson bóndi á Augastöðum og formaður Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna. Snorri er þarna að vitna til þeirra áforma sem fram koma í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að fella niður framlag til refaveiða sem nam 17 milljónum á síðasta ári. Snorri segir ljóst að þessi aðgerð, sem væntanlega muni víðast hvar fela í sér afnám refaveiða í landinu, hafi stórkostleg áhrif á fuglalíf í landinu til hins verra.  Fyrir hönd Bjarmalands leitaði Snorri eftir afstöðu Fuglaverndar, félags fólks um fuglavernd í landinu. Þar á bæ telja menn að rannsóknum á tófum hafi ekki verið nægjanlega sinnt og þess vegna sé ekki tímabært að gefa út yfirlýsingar um málið.

„Til dæmis er ekki vitað hve mikil afföll eru af yrðlingum tófunnar á fyrsta vetri og ekki er vitað almennilega hversu mikil áhrif skotveiðar hafa á útbreiðslu hennar,“ segir í svari Fuglaverndar.  Sama virðist vera uppi á teningnum hjá nýstofnuðum samtökum í fuglatengdri ferðaþjónustu. Forsvarsmaður þeirra samtaka, Hrafn Svansson, segir þeir fuglafræðingar sem samtökin sæki sína þekkingu til telji að refurinn komi ekki til með að hafa áhrif á fuglastofninn. Báðir þessi stofnar séu háðir náttúrlegum aðstæður, það er því fæðuframboði sem þar er.

 

Fuglaverndarsinnar valdi vonbrigðum

Snorri á Augastöðum segir þessa afstöðu að sínu mati alveg forkastanlega og afstaða Fuglaverndar alveg í takt við rök forsvarsmanna Melrakkaseturs á Súðavík. Snorri segir að samtök hagsmunaaðila í landbúnaði, svo sem félög sauðfjárbænda og æðarbænda hafi mótmælt niðurskurði fjárveitinga til refaveiða. Hann segist hafa treyst á stuðning fuglaverndunarsinna í landinu en það virðist hafa brugðist.

„Ég hef veitt athygli baráttu fuglaverndunarsamtaka á undanförnum árum um endurheimt votlendis og verndunar búsvæða fugla. Til hvers er það gert, er það til að auka fæðuframboð handa sívaxandi refastofni? Heldur fynnst mér holur tónn í þessum málflutningi, hafi menn ekki áhyggjur af því, ef ref á að fjölga til muna á næstu árum. Það er mjög einkennilegt að fólk vilji taka þessa áhættu og komi alltaf með þau rök að rannsóknir vanti. Rannsóknarhagsmundir séu teknir fram yfir hagsmuni náttúrunnar. Það er ljóst að hætti ríki að styðja  sveitafélögin í þessu efni munu mörg þeirra draga úr veiðum og þær jafnvel hætti.“

 

Snorri ítrekar það sem hann hefur áður sagt, m.a. í Skessuhorni, að menn verði að átta sig á því að refurinn hefur verið veiddur frá landnámi. Hafi þær veiðar leitt til þess að hér eru til dæmis fuglategundir sem örugglega væru ekki hefði refurinn getað fjölgað sér frjálst. „Líffræðingar hafa haldið því fram að ef veiðum á ref yrði hætt muni honum fjölga allt þar til fæðuframboð takmarkar fjölgun hans. Hvernig liti landið þá út?“ spyr Snorri að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is