02. desember. 2009 02:45
Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta leik Snæfells og Hauka í Iceland Expressdeild kvenna sem fram átti að fara í kvöld vegna veðurs. Þar sem íþróttahúsið í Stykkishólmi er upptekið á morgun fyrir karlaleik í Iceland Expressdeildnni, og Haukar eiga að keppa í Subwaybikarnum á laugardag, hefur mótanefnd ákveðið að leikurinn fari fram miðvikudaginn 9. desember kl.19:15.