Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2009 08:05

Nám á ferð og flugi með Símanum

Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Síminn hafa gert með sér samkomulag um samvinnu og samstarf við að þróa notkun farsíma í námi og kennslu. Vinnuheitið á verkefninu er „Nám á ferð og flugi.” Skrifað var undir samkomulagið föstudaginn 27. nóvember í Menntaskóla Borgarfjarðar. Megintilgangur með samstarfsverkefninu er að kanna með hvaða hætti hagkvæmt sé að nýta sér nútíma farsímatækni í námi og kennslu. Leitast  verði við að kanna leiðir og þróa aðferðir, bæði kennslufræðilega og viðskiptafræðilega.

Gert er ráð fyrir að verkefnið taki þrjú ár. Að sögn Óskars Birgissonar kennara við Menntaskóla Borgarfjarðar munu skólarnir nýta sér farsímatækni við kennslu t.d. við útikennslu og söfnun gagna í raunvísindagreinum, svo sem náttúrufræði, landafræði og jarðfræði en einnig á nýjum námsbrautum, til að mynda ferðamálafræðum. Þá verði kannaðir möguleikar á notkun farsíma í ýmsum greinum. Stefnt verður að nýtingu farsíma í námi nemenda með fötlun og skerta námsgetu.

 

Þetta verður gert þannig að aflað verði gagna með hjálp farsímatækni á vettvangi og þeim síðan komið fyrir í tölvum og á netinu. Teknar verða ljósmyndir, myndbönd og hljóð með farsímunum. Hugmyndin er síðan sú að hægt verði að nálgast þetta efni á netinu og í farsímum. Til dæmis geti ferðamenn  eða aðrir sem vilja fræðast um svæðið fengið upplýsingar um staði og náttúru þar sem þeir eru staddir í gegnum farsímann sinn. Einnig er hugmyndin að þróa ýmiss forrit fyrir farsíma og nota GPS tæknina til staðsetningar og setja upp orðabækur, glósubækur og námsefni fyrir farsímana.  Möguleikarnir eru því nær óþrjótandi að sögn Óskars Birgissonar.

 

Á myndinni eru Elín Þórunn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans, Ársæll Guðmundsson skólameistari MB og Skúlína Hlíf Kjartansdóttir skólameistari FSN að undirrita samkomulagið. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is