Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2009 11:03

Tvö félög vilja virkja sjávarföll Breiðafjarðar

Kolgrafarfjörður. Ljósm. Mats.
Á dögunum bárust fregnir af undirbúningi við stofnun sprotafyrirtækis til að vinna að hugmyndum um sjávarfjallavirkjun í innfjörðum Breiðafjarðar. Að fyrirtækinu standa meðal annars Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Orkubú Vestfjarða og Vegagerðin. Skessuhorn greindi nýlega frá rannsóknum sem félagið Sjávarorka á Snæfellsnesi stóð fyrir. Sigurjón Jónsson framvæmdastjóri Sjávarorku segir að sú virkjun sem Snæfellingar horfi til sé miklu stærri í sniðum en hugmyndir Vestfirðinganna ganga út á.  „Við erum að velta fyrir okkur virkjun neðansjávar, en mér sýnist að þeir séu að hugsa um virkjun ofan sjávar. Þetta stangast því ekki á og bara gott ef virkjað verður á mismunandi svæðum,“ segir Sigurjón en ljóst er að tvö félög hafa hug á því að virkja sjávarföllin í Breiðafirði.

Að sögn Sigurjóns horfa þeir Sjávarorkumenn til virkjunar undan Hvammsfjarðarröstinni, milli eyjanna við minni fjarðarins. Ekki liggja fyrir endanlegir útreikningar um einstaka virkjunarmöguleika vegna rannsókna Sjávarorku, einungis heildartala en ekki er tímabært að birta hana að sögn Sigurjóns. Félagið Sjávarorka vann að þessum rannsóknum með Sjómælingum Íslands og verkfræðistofunum Vista og VSP.

 

Útreiknað afl fyrir hvern fjörð

Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands vegna stofnunar sprotafyrirtækis aðila á Vestfjörðum segir að Bjarni M. Jónsson við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði hafi undanfarin misseri unnið að rannsóknum og þróun á sviði virkjana sjávarfalla.  Leiðbeinandi verkefnisins sé Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í meistaraverkefninu kannaði Bjarni meðal annars möguleika virkjana sjávarfalla í nokkrum innfjörðum Breiðafjarðar og gerði ýtarlega mælingu á magni og dýpt sjávar í þessum fjörðum. Hugmyndin er að brúargerð og virkjun verði sameinuð í eina framkvæmd.

 

Afl sjávarfalla hefur verið reiknað fyrir nær alla innfirði og kom í ljós að hámarksafl í Dýrafirði yrði 10 MW, Mjóafirði 14 MW, Kolgrafarfirði 50MW og Gilsfirði 100 MW. Þverbrú í mynni Þorskafjarðar og aðliggjandi fjörðum gæfi hámarksafl 180 MW samkvæmt útreikningum Bjarna. Raunafl virkjunar á útfalli gæti orðið á bilinu 75-80 MW. Þarna væri um að ræða afl sem er lotubundið, útreiknanlegt og nákvæmt langt fram í tímann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is