Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2009 01:01

Hlýnun sjávar getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir loðnugöngur

Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við University of California í Santa Barbara (UCSB), segir að umhverfisáhrif geti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir göngu loðnunnar inn á Íslandsmið í framtíðinni.  Björn hefur unnið reiknilíkan í samstarfi við vísindamenn við UCSB, Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun með það í huga að spá fyrir um göngu loðnunnar inn á miðin við landið.  Þetta kom fram í máli Björn í gær á opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um loðnugöngur á Íslandsmiðum.  Björn sýndi fram á í fyrirlestri sínum hvernig unnt er með stærðfræðilegum aðferðum og nútímatölvum að reikna göngur loðnunnar. Sýnid hann hvernig ferðum loðnunnar er aðallega stjórnað af straumum og hitastigi sjávar.

Þannig getur hlýnun sjávar haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir göngur loðnunnar inn á Íslandsmið og þannig valdið Íslendingum miklum búsifjum.

 

Í máli Björns kom fram að loðnan sé ákaflega nytsamlegur fiskur því hún flytji lífmassa úr norðurhöfum hingað á Íslandsmið. “Hún étur ógrynni dýrasvifs í Íshafinu og flytur þannig gríðarlegan lífmassa á suðlægari slóðir þar sem nytjafiskar Íslendinga geta étið loðnuna og notið hins stórkostlega grænþörungablóma í Íshafinu á sumrin,” sagði Björn.

 

“Það er bara einn aðili sem hefur meiri áhuga á loðnunni en við, og það er þorskurinn,” sagði hann og vísaði þá til þess að loðnan er ekki bara nytjafiskur í þeim skilningi að menn vilja veiða hana og vinna, heldur er hún gríðarlega mikilvægur hluti í fæðu þorsksins.

 

Með því að nýta saman rannsóknir á fæðu í kviði þorsksins, sem fæst meðal annars í svokölluðu togararalli, og niðurstöðum úr reiknilíkani Björns og félaga, má fá enn nánari upplýsingar um loðnugöngurnar og magn þeirrar loðnu sem gengur upp að ströndum landsins.

 

Í fyrirlestri Björns var einnig fjallað um hvernig hægt væri að beita stærðfræðilíkani til að finna hagkvæmustu aðferðina til veiða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is