07. desember. 2009 08:02
Laugardaginn 12. desember klukkan 17 standa Umhverfishópur Stykkishólms og Náttúrustofa Vesturlands fyrir samverustund í Hólmgarði, Stykkishólmi, til að vekja athygli á mikilvægi Kaupmannahafnarfundarins, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem fram fer dagana 7.-18. desember. Í boði verður heitur jóladrykkur og piparkökur í húsi kvenfélagsins. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kerti og/eða kyndla og góða skapið. Allir eru hjartanlega velkomnir.
–fréttatilk.