07. desember. 2009 10:44
 |
Úr leik Skallagríms og Fjölnis. Ljósm. SL. |
Snæfell hafði mikla yfirburði í Subwaybikarnum þegar Hamarsmenn komu í heimsókn á sunnudaginn í 16-liða úrslitunum. Heimamenn náðu strax afgerandi forystu og sigruðu með yfirburðum 130:75. Sean Burton var í miklu stuði hjá Snæfelli og skoraði 55 stig. Jón Ólafur skoraði 15 stig og tók 9 fráköst, Hlynur gerði 12 stig, tók 18 fráköst og átti 9 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson skoraði 12 stig og Pálmi Sigurgeirsson 10. Skallagrímsliðin fengu bæði lið Fjölnis í heimsókn í Borgarnes á sunnudaginn. Skallagrímsmenn veittu Fjölnismönnum góða keppni en urðu engu að síður að sætta sig við 63:84 tap. Þar með varð ljóst að einungis verða úrvalsdeildarlið í 8-liða úrslitum Subwaysbikarsins, en 1. og 2. deildarliðin töpuðu öll sínum leikjum. Skallagrímskonur stóðu sig mjög vel gegn Fjölniskonum og töpuðu með aðeins fimm stiga mun 49:54.