Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. desember. 2009 12:01

Fjöldi sýningargesta á Íþróttum í 100 ár

Um 200 manns voru viðstaddir opnun sýningarinnar „Íþróttir í 100 ár“ á Akranesi síðastliðið föstudagskvöld og talsverður straumur fólks sótti sýninguna yfir helgina. Haraldur Sturlaugsson forsvarsmaður sýningarinnar segir að hún verði lokuð fram yfir miðja viku meðan bætt er við veggjum og myndum í sýningarsalnum við Stillholtið, en hann á von á því að opnað verði aftur á fimmtudaginn.  Haraldur segist hafa heyrt það á sýningargestum að margar myndanna væru þeir að sjá í fyrsta skipti. „Það voru ýmsir að tala um að þessa mynd yrðu þeir að ná sér í og það eru einmitt hæg heimatökin með það fyrst að búið er að vinna þessar myndir í stafrænt form.“

Þegar blaðamaður Skessuhorns leit inn á sýninguna opnunarkvöldið varð hann var við börn og unglingar meðal sýningargesta. Höfðu þau gaman af því sem fyrir augu bar, en þarna voru þau að sjá foreldra sína, afa og ömmu, frænkur og frændur nýju ljósi.

 

Fjöldi hressra og aldinna íþróttamanna tóku þátt í að klippa á borðann við opnun sýningarinnar. Í ávarpi við opnunina minntist Haraldur Sturlaugsson frumherjanna í íþróttunum á Akranesi allt aftur til 1890, þegar Ólafur Finsen héraðslæknir var nýkominn úr námi og fór fram á það við skóla- og bæjaryfirvöld að tekinn yrðu upp leikfimikennsla við barnaskólann. Daufheyrst var við þessum tilmælum Ólafs en þó fallist á að leikfimikennsla yrði tekin upp ef hann sjálfur myndi taka það að sér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is