07. desember. 2009 12:58
Sjálfstæðiskonur um land allt hafa tekið höndum saman og efna til söfnunar fyrir Mæðrastyrksnefndir um land allt. Söfnunin, Tökum höndum saman – styðjum barnafjölskyldur í vanda, hefst í dag mánudaginn 7. desember og stendur til 20. desember. Söfnuninni var formlega hleypt af stokkunum í dag fyrir framan húsnæði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Þar fjölmenntu sjálfstæðiskonur og tóku höndum saman. Allur ágóði söfnunarinnar rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefnda í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, á Akranesi (Vesturlandi) og á Akureyri. Nefndirnar munu nýta ágóðan til að styðja barnafjölskyldur í vanda á Íslandi.
Einstaklingar og fyrirtæki geta lagt söfnuninni lið með því að kaupa stuðningskort sem seld eru hjá eftirtöldum fyrirtækjum vítt og breitt um landið: Byko, Debenhams, Dýrfinnu og Finni gullsmiðum Akranesi, Einarsbúð Akranesi, Fjarðarkaup, Hagkaup, Heitt á prjónunum Ísafirði, Kjarval, Melabúðinni, N1, Nóru Kópavogi, Sælukjallaranum Patreksfirði, Verslunum 10-11, Verslunum 11-11, Verslunum Bónus, Verslunum Krónunnar, Verslunum Nóatúns og í World Class.
Jafnframt er hægt leggja inn á söfnunarreikning Mæðrastyrksnefndar á vefsíðu söfnunarinnar www.xd.is/tokumhondumsaman