08. desember. 2009 05:01
Alvarlegt slys varð í Hvammsvík í Hvalfirði um kaffileitið í dag þegar maður missti meðvitund í flæðarmálinu. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitum. Maðurinn var færður í þyrluna sem lenti í Reykjavík á fimmta tímanum í dag.