09. desember. 2009 07:02
Fyrri umræða fjárhagsáætlunar Dalabyggðar var í sveitarstjórn í gær, 8. desember. Önnur umræða fer fram 17. desember. Helstu niðurstöður eru þær að gert er ráð fyrir 9 milljóna króna afgangi í samstæðureikningi. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 38,9 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er 49,1 m.kr. og er veltufjárhlutfall 1,7. Helstu forsendur áætlunarinnar eru þær að útsvarstekjur standa í stað og álagningarprósenta verður óbreytt 13,28%. Tekjur frá Jöfnunarsjóði dragast saman um 14% frá endurskoðaðri áætlun 2009. Þetta þýðir um 30 m.kr. samdrátt í tekjum. Þá gerir sveitarstjórn ráð fyrir að gjaldskrár hækki almennt um 8% og að sveitarsjóður taki 20 m.kr. að láni til nýframkvæmda. Þá er m.a. gert ráð fyrir 5% hækkun launa, vörukaupa og að verðbólga verði 5%.