Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2009 06:06

Haraldur keypti Hafmeyjuna - og náði sér í hærri Fljótshlíðing

Ingibjörg, Haraldur og Hafmeyjan.
Haraldur Sturlaugsson á Akranesi keypti í dag styttuna Hafmeyjuna eftir Nínu Sæmundsson, sem reynt var að selja á uppboði Gallerís Foldar í fyrrakvöldi Ekki fékkst viðunandi lágmarksboð í verkið á uppboðinu og keypti Haraldur styttuna af innflytjanda hennar í dag. Hafmeyjunni hefur nú verið komið fyrir á stalli á sýningunni Íþróttir í 100 ár sem opnuð var á Akranesi í síðustu viku. “Þar sem þessi fræga stytta virtist vera orðin munaðarlaus rann mér það til rifja. Sér í lagi þar sem listakonan Nína Sæmundsson var Fljótshlíðingur, fædd á næsta bæ við Hlíðarenda, í Nikulásarhúsum. Ég hef alltaf verið veikur fyrir konum úr Fljótshlíðinni og Hafmeyjan er meira að segja nokkrum sentimetrum stærri en hún Ingibjörg mín,” sagði Haraldur í gamansömum tóni þar sem hann var ásamt Ingibjörgu Pálmadóttur eiginkonu sinni að koma styttunni fyrir í sýningarhúsnæðinu við Stillholt á Akranesi síðdegis í dag.

“Innan tíðar ætla ég að samræma opnunartíma sýningarinnar við opnunartíma verslana hér á Akranesi. Hingað getur fólk því komið í rólegheitum, skoðað íþróttasýninguna, listaverkið og brugðið sér í búðir í miklu afslappaðra umhverfi en býðst annarsstaðar,” sagði Haraldur.

Sýningin Íþróttir í 100 ár verður opin um næstu helgi frá klukkan 13-18 en frá og með miðvikudeginum 16. desember verður hún opin daglega til jóla til kl. 22.

Eins og frægt er orðið var afsteypu af listaverkinu Hafmeyjunni komið fyrir í Reykjavíkurtjörn 1959 en var sprengd í loft upp ári síðar. Frummyndin hefur hins vegar verið í Kaliforníu í hálfa öld, en styttuna gerði Nína lýðveldisárið 1944 um svipað leiti og fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í knattspyrnu kom á Skagann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is