Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2009 01:05

Akranesstrætó útaf við Grundarhverfið

Engin slys urðu á fólki í strætisvagninum frá Akranesi þegar hann lenti utan vegar í hvassviðrinu rétt ofan Grundarhverfis á Kjalarnesi um tíuleitið í morgun. Ökumaður er talinn hafa brugðist hárrétt við þegar hann reyndi ekki að streytast á móti snarpri vinhviðu heldur stýrði bílnum útaf veginum. Endaði vagninn för sína tugi metra frá veginum, fastur þar í mýri. Nú í hádeginu þegar þetta er ritað eru starfsmenn Strætó að kanna aðstæður til að ná bílnum upp. Ferðir strætó þarna fyrir hádegið voru felldar niður og á næstu mínútum verður metið hvort unnt verði að halda áætlun eftir hádegið.

Ágúst Ísfjörð hjá Strætó bs segir að þegar bíllinn fór út af í morgun hafi strax verið kannað með ástand ökumanns og sex farþega í strætisvagninum og þyngri og minni bíll sendur eftir fólkinu. „Sem betur fer voru allir óslasaðir og við fyrstu skoðun er bíllinn að mestu óskemmdur. Í morgun var snarbrjálað veður á þessum stað einum og hálfum kílómetra ofan Grundarhverfis, að jafnaði um 35 metrar á sekúndu, eða yfir þeim 32ja metra hámarki sem ferðaveður er miðað við. Enda stoppaði næsti bíll á eftir við söluskálann í Grundarhverfi, fór ekki lengra. Okkar ökumenn hafa fyrirmæli um hvernig eigi að bregðast við aðstæðum sem þessum og konan sem ók bílnum, gerði það réttasta í stöðunni,“ segir Skúli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is