13. desember. 2009 03:03
Alheimsfegurðarsamkeppnin Miss World var haldin í Suður-Afríku í gær. Meðal þátttakenda var fegurðardrottning Íslands, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir frá Akranesi. Hún komst ekki í 16 manna undanúrslit keppninnar. Það var stúlka frá Gíbraltar, Kaiane Aldorino, sem valin var Ungfrú heimur. Perla Beltran frá Mexíkó varð í 2. sæti og Tatum Keshwar, ungfrú Suður-Afríka varð í 3. sæti. Auk undirbúnings fyrir keppnina hefur Guðrún Dögg ásamt öðrum keppendum skoðað umhverfið með öllum þeim andstæðum sem þar er að finna. Meðfylgjandi mynd var tekin í einni slíkri ferð.