15. desember. 2009 04:03
Snæfellsliðin voru heppin þegar dregið var í 8-liða úrslit Subwaybikarins í körfubolta í dag. Karlalið Snæfells fær Fjölni, eitt neðsta liðið í IE-deildinni í heimsókn, en kvennaliðið hins vegar Hauka sem eru litlu ofar en Snæfell í deildinni. Leikir í átta liða úrslitum fara fram 16.-18. janúar. Karlalið grannanna og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur mætast. Þá eigast við Tindastóll og Grindavík og Breiðablik og ÍR. Í kvennaflokki mætast Keflavík og Hamar, Fjölnir tekur á móti liði Laugdæla og Þór Akureyri sækir Njarðvík heim.