Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2009 02:02

Prestar eru ekki undanþegnir áföllum fremur en aðrir

Eðvarð Ingólfsson prestur á Akranesi hefur komið víða við. Hann hefur samið 15 bækur; unglingabækur og ævisögur, og hann var dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu í sex ár. Einnig var hann ritstjóri barnablaðsins Æskunnar í fimm ár. Hann hóf nám í guðfræði haustið 1989 þá 29 ára gamall og lauk embættisprófi á haustdögum 1995. Fyrst varð hann prestur á Skinnastað í Öxarfirði en tók síðan við yfir fimm þúsund manna söfnuði á Akranesi í árslok 1997. Í jólablaði Skessuhorns er rætt við Eðvarð um uppvaxtarárin vestur á Hellissandi sem mótuðu hann sem rithöfund á ungra aldri. Ekki er einungis að hann þurfi að takast á við erilssamt starf heldur einnig mótlæti í lífinu. Föður sinn missti hann barnungur og móðir hans lést úr heilablóðfalli fyrir tíu árum. Sjálfur missti Eðvarð sjón á öðru auga í fyrra og nú í sumar greindist hann með Parkinsonsjúkdóminn.

“Stundum standa öll spjót á manni í einu og þá finnur maður best hvað það er dýrmætt að eiga góða fjölskyldu. Ég væri ekki hálfur maður án hennar,” segir Eðvarð Ingólfsson.

 

Sjá ítarlegt viðtal við séra Eðvarð í jólablaði Skessuhorns sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is