17. desember. 2009 11:02
"Já, það hefur nú verið sagt um mig að ég sé ofur Þingeyingur. Við erum svo sem ekkert óvön því Mývetningar að litið sé á okkur öðrum augum en aðra Þingeyinga. Kannski höfum við líka gert okkur það að leik enda erum við umfram allt stolt af gömlu sveitinni okkar,“ sagði Jakobína Jónasdóttir á Hvanneyri í spaugsömum tón þegar blaðamaður Skessuhorns hafði tal af henni á dögunum. Jakobína ólst upp í Mývatnssveitinni en hefur síðan hún sleit þar barnsskónum kynnst lífinu víða á landinu, búið bæði í Vestmannaeyjum og austur í Lónssveit áður en hún kom á Hvanneyri snemma árs 1973, flúði þá Eyjar í gosinu ásamt börnum sínum. Það er ekki ofsögum sagt hjá Jakobínu að Mývetningar hafi vakið athygli fyrir það að vera svolítið sérstakir. Það var einmitt um það leiti sem hún flúði gosið í Eyjum, sem flokkur mannfræðinga frá Finnlandi kom hingað til lands til að rannsaka Þingeyinga, einkum Mývetninga.
Sjá ítarlegt viðtal við þessa kjarnakonu í Jólablaði Skessuhorns.