Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2009 08:02

Kynna stórvirka skógarhöggsvél í Skorradal

Sitkagreniskógarnir á Stálpastöðum í Skorradal eru taldir af þeirri stærðargráðu að hægt sé að nota þar stórvirkar skógarhöggsvélar til grisjunar. Þetta er niðurstaða danska skógarverktakans Peters Laursen sem var hér á landi fyrir stuttu í boði Skógræktar ríkisins. Laursen kom til landsins til að meta hvort komið væri að þeim tímapunkti í íslenskri skógrækt að hægt sé að nota slíkar vélar til að takast á við þau stóru grisjunarverkefni sem framundan eru í þjóðskógum landsins.

Á vef Skógræktar ríkisins segir að mat Peters Laursen sé að hér á landi sé orðin til verðmæt auðlind sem væri fyllilega sambærileg við það sem gerist í Danmörku. Skógrækt ríkisins ákvað í kjölfar komu hans að fá skógarhöggsvél til reynslu hingað til lands og kom vélin þann áttunda þessa mánaðar og er nú komin í Skorradal þar sem á að reyna hana til 21. desember næstkomandi.

Mikill áhugi er á skógarhöggsvélinni enda hafa svo stórvirk tæki aldrei verið notuð í skógum hér á landi en mikil verkefni eru framundan við grisjun. Í dag, fimmtudaginn 17. desember á milli kl. 13 og 16, er áhugafólk boðið velkomið á Stálpastaði en þá ætlar Lars Fredlund stjórnandi vélarinnar að sýna virkni hennar og svara spurningum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is