Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2009 01:01

Aðalskipulag Borgarbyggðar í auglýsingu

Horft yfir Borgarfjörð. Ljósm. ÞG.
“Nú líður að því að nýtt aðalskipulag Borgarbyggðar verði auglýst formlega. Þetta verður í þriðja og síðasta skiptið sem íbúum gefst tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við skipulagstillöguna. Síðasta vor var skipulagið kynnt á fimm íbúafundum um allt sveitarfélagið og fólk hvatt til að koma með óformlegar athugasemdir. Úr þessum athugasemdum var unnið og síðan var skipulagið kynnt lögformlegum umsagnaraðilum en jafnframt var tekið við skriflegum athugasemdum íbúa. Nú hefur verið unnið úr þeim athugasemdum,” segir Torfi Jóhannesson formaður skipulagsnefndar. Hann segir að nú sé komið að síðasta auglýsingatímabilinu en það hefjist á næstu vikum og standi í rétta tvo mánuði. “Hver sem er getur gert athugasemdir við skipulagið á þessum tíma og ber sveitarfélaginu að svara öllum athugasemdum skriflega með rökstuðningi. Að því loknu verður óskað staðfestingar umhverfisráðherra og skipulagið tekur gildi.”

Torfi segir að aðalskipulagið sé niðurstaða mikillar vinnu. “Greinargerð skipulagsins er tæpar 100 blaðsíður auk umhverfisskýrslu. Þessum skýrslum fylgja þrjú þemakort (göngu- og reiðleiðir, vernduð svæði, óbyggð svæði) og fimm þéttbýliskort (Borgarnes, Bifröst, Hvanneyri, Kleppjárnsreykir, Reykholt og Varmaland).”

 

Hann segir að ástæða sé til að vekja athygli íbúa sérstaklega á eftirfarandi atriðum:

 

Hverfisvernd húsa setur ákveðna verndarskilmála á hluta gamla bæjarins í Borgarnesi.

 

Flóðasvæði: Takmarkanir eru settar á uppbyggingu húsa á svæðum sem liggja neðar en í fimm metra hæð yfir sjó.

 

Verndun landbúnaðarlands: Ákveðnar takmarkanir eru settar á nýtingu „góðs landbúnaðarlands“. Hafa þarf í huga að enn er unnið að lokaútfærslu þessara ákvæða.

 

Ofangreind atriði eru nýmæli hér í héraðinu og þess vegna er vakin sérstök athygli á þeim. Hins vegar eru fjöldamörg stefnumarkandi atriði í skipulaginu og það er von sveitarstjórnar að með þessu skipulagi skapist nauðsynlegur rammi um framtíðar byggðaþróun í héraðinu.

 

Allir íbúar Borgarbyggðar eru hvattir til að fara inn á vefinn www.landlinur.is og kynna sér greinargerðina og kortin. Þeim sem ekki geta nálgast gögnin á vefnum er bent á að hafa samband við starfsfólk í ráðhúsi sveitarfélagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is