18. desember. 2009 02:02
Krakkar í 1. - 4. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar hafa ekki látið sitt eftir liggja í því að skapa skemmtilega jólastemningu í bænum síðustu dagana. Núna rétt fyrir jólafríið tóku þau sér til ásamt Sonju Karenu tónmenntarkennara og umsjónarkennurum sínum og gengu í nokkur fyrirtæki í Grundarfirði og sungu jólalög. Var krökkunum tekið fagnandi allsstaðar þar sem þeir komu, enda engir jafnmiklir gleðigjafarar og þau núna þegar jólin eru á næsta leiti.