Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2009 08:02

Hreinsistöðvar teknar í notkun í Borgarfirði

Frágangur við hreinsistöðin á eyrinni neðan við Reykholt er til fyrirmyndar.
Þessa dagana er verið að taka í notkun hreinsistöðvar fyrir fráveitu í þéttbýliskjörnum í Borgarfirði. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur er verið að prufukeyra stöðvarnar á Bifröst og Varmalandi. Stöðin í Reykholti verður tekin í notkun upp úr áramótum og Hvanneyri snemma sumars. Sem kunnugt er byggir Orkuveita Reykjavíkur þessar stöðvar auk fráveitukerfis í Borgarnesi og Akranesi og mun sjá um reksturinn. Þegar hreinsistöðvarnar verða komnar í notkun með öðrum fráveituframkvæmdum sem unnið er að verða fráveitumál á þessum stöðum með þeim bestu sem þekkist hérlendis.

 

 

 

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Borgarfjarðar segir að rekstur hreinsistöðva sé viðkvæmur sérstaklega þegar hreinsa þarf mikla fitu. Fitan geti truflað hreinsibúnaðinn og aukið á viðhald hans. Rekstraraðilar hafi talsverðar áhyggjur af fitusöfnun í hreinsistöðvum. Íbúar á ofangreindum svæðum svo og fyrirtæki eru hvött til að hafa þetta í huga þegar þau hella niður úrgangi. Þetta á ekki síst við um notaða matarolíu sem koma ætti til gámastöðvar í Borgarnesi í stað þess að hella henni niður.

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands benda á í tilkynningu að samkvæmt fráveitusamþykkt Borgarbyggðar frá árinu 2007 sé óheimilt að láta í fráveitu sveitarfélagsins, spilliefni, hvers kyns olíur, bensín, lífræn leysiefni eða annað það sem skemmt getur eða truflað rekstur fráveitukerfis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is