Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2009 09:02

Snorri var hér ekki síst kirkjunnar vegna

"Reykholtsstaður er heimsmiðstöð vegna Eddu Snorra, eða eins og ég hvísla stundum að gestum; að hér eru þeir staddir í miðju veraldar. Hér er askurinn og brunnurinn undir. Íslendingar gera sér kannski minnst grein fyrir því hvað við erum með í höndunum hérna, þar sem Snorri Sturluson og arfurinn hans er," segir Geir Waage sóknarprestur í Reykholti meðal annars í ítarlegu viðtali sem birtist í Jólablaði Skessuhorns. Komið er víða við í viðtalinu við séra Geir. "Kristni komst á á Íslandi án átaka. Þess vegna var ekki ástæða til þess að eyðileggja hinn forna arf og hann varðveittist í ríkari mæli en víðast hvar annarsstaðar. Þess vegna yrkjum við og syngjum sálma glaðir og reifir á fornum háttum og tökum okkur í munn ævafornar og rammheiðnar kenningar og prýðum með því Krist og allt hans erindi. Kirkjunni stendur nefnilega ekki ógn af hinum forna arfi. Hann er hluti af okkar dýrmætu arfleifð.

Snorri slær þarna ákveðinn tón: Hann útskýrir að hinir fornu guðir hafi upphaflega bara verið menn en ekki djöflar og árar, eins og t.d. sumir samtímamanna hans gjörðu. Við lítum svo á að það sem kirkjan hér og Snorrastofa er að gera núna sé framhald af því sem kirkjan hefur staðið fyrir hér frá upphafi, beint og óbeint. Snorri var hér ekki síst kirkjunnar vegna. Það gleymist stundum.”

 

 

Missið ekki af fróðlegu og ítarlegu viðtali við séra Geir Waage, sóknarprest til áratuga á hinum sögufræga Reykholtsstað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is