Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2009 03:02

Flúði kreppuna og lenti í uppgangi í Búðardal

Þrír af starfsmönnum fyrirtækisins í grunni Samkaupa
Miðað við árstíma er líflegt hjá iðnaðarmönnum í Búðardal um þessar mundir. Ármann Sigurðsson húsasmiður sem ólst upp í Búðardal, en bjó í höfuðborginni um 12 ára skeið, leitaði aftur á heimaslóðir við hrunið fyrir ári. Ármann, sem hefur verið með byggingarfyrirtækið Burstafell í Mosfellsbæ um árabil, hyggst flytja það vestur núna um áramótin. Burstafell hefur nú næg verkefni í Dalabyggð. Framkvæmdir eru nýhafnar við stækkun verslunarhúsnæðis Samkaupa, í byggingu eru 300 fermetra einbýlishús fyrir Þórð Ingólfsson héraðslækni og einnig sumarbústaður í landi Bugðustaða í Hörðudal auk smærri verkefna.

„Það verður alla vega nóg að gera þennan veturinn og fram á sumar,“ sagði Ármann í spjalli við Skessuhorn. Síðastliðinn föstudag voru steyptir sökkulveggir fyrir 130 fermetra viðbyggingu Samkaupa. Áætlað er að taka hana í notkun á vordögum en viðbyggingin verður nýtt fyrir lager og stækkun á eldhúsi og snyrtiaðstöðu. Þessar vikurnar er unnið að innréttingu læknisbústaðar, en þetta eru stærstu verkefnin hjá Burstafelli í Búðardal þessar vikurnar.

 

Ármann segir að fjórir smiðir séu að störfum hjá Burstafelli í Búðardal og fram til þessa hafa tíu menn verið í verkefni syðra sem lýkur núna um áramótin. „Ég var svo ljónheppinn að geta selt stórt einbýlishús í Mosfellsbænum í aprílmánuði eða í miðri kreppunni. Ég á ekki von á því að geta selt iðnaðarhúsnæðið á næstunni þó ég flytji fyrirtækið vestur,“ segir Ármann sem flutti um síðustu áramót með fjölskyldu sína í Búðardal og býr þar sem stendur í leiguhúsnæði, sem reyndar hefur verið skortur á í þorpinu undanfarin ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is