23. desember. 2009 01:32
Ættingjar Jóhannesar Þorbjarnarsonar færðu Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi veglega peningagjöf 18. desember síðastliðinn til minningar um Jóhannes. Hann dvaldi um sex ára skeið á DAB. Gjöfin óskast nýtt í þágu heimilismanna á dvalarheimilinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Huldu Ingvarsdóttur og Sigurð Kristjánsson færa Jórunni Maríu Ólafsdóttur, forstöðumanni hjúkrunarsviðs DAB, gjafabréfið.