24. desember. 2009 10:46
Mæðrastyrksnefnd Akraness og Vesturlands fékk í gær á Þorláksmessu afhentar 200 þúsund krónur að gjöf frá sjálfstæðiskonum Akranesi. Á meðfylgjandi mynd er Guðrún Elsa Gunnarsdóttir formaður Bárunnar og Aníta Björk Gunnarsdóttir sem tók við gjöfinni fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar.
Gjöfin er afrakstur söfnunarinnar Tökum höndum saman – styðjum barnafjölskyldur í vanda, sem lauk skömmu fyrir jól. Sjálfstæðiskonur um land allt vilja senda öllum þeim sem styrktu söfnunina bestu óskir um gleðileg jól og innilegar þakkir fyrir framlag þeirra í þágu þessa góða málefnis.