26. desember. 2009 12:30
Veðurstofa Íslands spáir norðaustanátt, víða 8-15 m/s og éljum um landið næsta sólarhring, en björtu veðri hér suðvestanlands. Frost verður yfirleitt 0 til 5 stig. Hægari vindur og úrkomuminna á morgun. Eftir morgundaginn kólnar í veðri og næstu daga verður norðlæg átt og kalt í veðri, en dregur aftur úr frosti undir næstu helgi. Él norðantil á landinu, annars víða léttskýjað.