27. desember. 2009 12:17
Hálkublettir eru nokkuð víða á vegum hér á Vesturlandi samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru sumsstaðar á Suðurlandi, einkum á útvegum. Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir eða hálka. Skafrenningur er bæði á Klettshálsi og á Þröskuldum. Hálkublettir eru í Húnavatnssýslum en þegar kemur austar á Norðurlandið er víðast hvar hálka eða snjóþekja og sumsstaðar él. Mokstur stendur yfir á Hólasandi.