Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. desember. 2009 11:10

Verið er að þróa áfengislíki án timburmanna

Ein athyglisverðasta frétt helgarinnar var á Mbl.is þar sem greint var frá umfjöllun breska blaðsins Guardian. Þar segir að þarlendir vísindamenn séu nú með í þróun eftirlíkingu áfengis, lyf sem kallar fram hin þægilegu áhrif áfengisvímu án þess að neytandinn verði fullur eða timbraður í kjölfarið. Stefnt er að því að hægt verði að „slökkva á” vímunni samstundis með því að taka töflu, sem myndi gera fólki kleift að keyra heim eftir drykkjuna eða fara til vinnu. Í greininni kemur fram að drykkurinn sé unninn úr efnum sem svipar til valiums og hafa álíka virkni á taugaboð í heilanum með því að framkalla vellíðunartilfinningu og slökun. Ólíkt alkóhóli hefur efnið hins vegar ekki áhrif á aðra hluta heilans sem stjórna skapsveiflum og leiða til fíknar. Ef satt reyndist væri hér um að ræða heimsfrétt, en engu að síður eru breskir áfengisframleiðendur lítt hrifnir.

Lyfjafræðingurinn David Nutt við Imperial College í London er maðurinn á bak við þessa uppgötvun. Hann segir að þegar fram líði stundir taki nýja undralyfið yfir alkóhól og verði blandað við bæði bjór og vín. Nutt telur að lyfið muni hafa afdrifarík áhrif á samfélagið og heilsufar bresku þjóðarinnar. Hins vegar gæti orðið erfitt að fá lyfið samþykkt þar sem það er kostnaðarsamt og ekki ljóst hver er tilbúinn að leggja fé til verkefnisins.

 

David Nutt dreymir um heim þar sem fólk getur drukkið án þess að verða drukkið. Sama hversu mörg glös fólk drekkur, þá fer það aldrei lengra í vímunni en á stig mildrar vellíðunar og geti svo keyrt heim að því loknu með fullri meðvitund. Hugmyndin er sú að lyfið verði bæði bragðlaust og lyktarlaust, líkt og alkóhól, og hafi þannig ekki áhrif á þann drykk sem það er blandað við.

 

Sjá frétt www.mbl.is HÉR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is