29. desember. 2009 10:07
Nú er hálka á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Vatnaleið, Fróðárheiði og Holtavörðuheiði er hálka og skafrenningur en auk þess eru víða hálkublettir. Í öðrum landshlutum er það helsta að frétta að á Suðurlandi er ýmist hálka eða hálkublettir. Hálka er á Reykjanesbraut, hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vestfjörðum er þæfingur í Ísafjarðardjúpi og mokstur stendur yfir, hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Hálka og éljagangur er á milli Ísafjarðar og Þingeyrar. Á Klettshálsi er þungfært og mokstur stendur yfir, hálka er á Hálfdán, Mikladal og á Kleifaheiði, hálkublettir á öðrum leiðum.
Á Norðurlandi vestra snjóþekja og stórhríð á Skagastrandarvegi, Þverárfjalli og á Skagavegi. Hálka, hálkublettir og skafrenningur eru á öðrum leiðum. Á Norðausturlandi er hálka, éljagangur og skafrenningur. Á Austurlandi er þæfingur og skafrenningur frá Fáskrúðsfirði í Breiðdalsvík. Snjóþekja, éljagangur og snjókoma á öðrum leiðum. Á Suðausturlandi er snjóþekja og verið er að hreinsa vegi, hálka er á Reynisfjalli og hálkublettir á Mýrdalssandi.