Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2009 12:02

Fæðingametið slegið á Sjúkrahúsinu á Akranesi

Lina og Aledsandr með stúlkuna sína sem fæddist í gær.
Í gær, 28. desember, féll fæðingamet á kvennadeild SHA þegar fæðing númer 271 átti sér stað. Reyndar var metið frá 2007 fyrst jafnað í hádeginu í gær en síðdegis fæddist litháensku hjónunum Linu og Aleksandr Mazurorvic á Akranesi sitt fyrsta barn, stúlka sem vóg 4.125 gramm og 55 cm á lengd. Barni og móður heilsast vel. Fyrra fæðingametið var sett árið 2007 þegar 272 börn fæddust í 270 fæðingum. Árið 2008 voru fæðingarnar 262 og var það annar mesti fjöldi fæðinga á sjúkrahúsinu til þessa. Að sögn Önnu Björnsdóttur yfirljósmóður er von á að minnsta kosti tveimur börnum til viðbótar áður en árið er úti. Meðal annars er nú í gangi fæðing, en móðirin var í hópi palestínsku flóttakvennanna sem komu á Akranes haustið 2008.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is