29. desember. 2009 01:05
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gefið út myndband um rétta meðhöndlun flugelda. Hægt er að nálgast þau á heimassíðu félagsins, á slóðinni: http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=106 Félagið hvetur almenning til að skoða myndbandið með það að markmiði að koma í veg fyrir flugeldaslys en þau verða flest vegna rangrar meðhöndlunar og fikts. Mjög mikilvægt er að almenningur kynni sér allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldavörum og noti hanska og flugeldagleraugu þegar skotið verður upp. Jafnframt hefur félagið gefið út leiðbeiningarbæklinginn, sem m.a. fylgir öllum fjölskyldupökkum félagsins, á ensku og pólsku og eru þeir jafnframt aðgengilegir á heimasíðu félagsins http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=106 og á flugeldasölustöðum.