Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2009 01:06

Starfsmönnum HB Granda fjölgaði um 15 á árinu

Um 3.800 tonn af bolfiski fóru til vinnslu hjá fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi á árinu sem er að líða. Þetta er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og var starfsmönnum fjölgað í samræmi við aukin umsvif. Í byrjun árs voru 25 starfsmenn í vinnu hjá HB Granda á Akranesi en þeir eru nú um 40 talsins. Torfi Þ. Þorsteinsson, framleiðslustjóri HB Granda, segir í samtali við vef fyrirtækisins að vinnsla á þorski hafi verið aukin að nýju í fiskiðjuverinu á Akranesi á árinu og alls hafi um 3.200 tonn af þorski verið unnin þar. Vinnsla á ufsa nemi um 600 tonnum.

,,Það var aukið við þorskkvótann í janúar sl. og það skilaði sér strax í auknum umsvifum í landvinnslunni á Akranesi. Ekkert hlé varð á vinnslunni í sumar. Við réðum 15 námsmenn til starfa yfir hásumarið og allt voru þetta ákaflega dugleg ungmenni sem við vonumst til að fá aftur til vinnu á næsta ári,“ segir Torfi. Ekki hefur fallið niður vinna í einn einasta dag á þessu ári vegna hráefnisskorts hjá HB Granda á Akranesi.

 

,,Það var mjög mikið að gera í sumar sem leið og í júlímánuði var t.d. unnið frá klukkan 6 á morgnana og fram til kl. 18 alla virka daga og sömuleiðis var unnið á laugardögum. Starfsmenn hafa sýnt mikinn dugnað og sveigjanleika og alltaf verið tilbúnir að bæta við sig vinnu þegar á þarf að halda. Sala og vinnsla hefur sömuleiðis gengið mjög vel.  Allir þorskhnakkar eru seldir ferskir og fara með flugi á markaði á meginlandi Evrópu. Afurðirnar eru seldar á hæsta verði og viðskiptamenn okkar sætta sig ekki við annað en fyrsta flokks vöru. Ufsavinnslan er einnig stór þáttur í starfseminni á Akranesi. Ufsinn er léttsaltaður og lausfrystur og fer á markað í Brasilíu og Suður-Evrópu,“ segir Torfi.

 

Í jólafríi var ráðist í töluverðar lagfæringar á vinnslulínum hjá HB Granda á Akranesi. Bætt var við niðurskurðarvél og flokkara og pökkunaraðstaða var endurbætt.  Einnig voru gólf lagfærð og tækifærið notað til að sinna annarri viðhaldsvinnu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is