Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2009 07:18

Þá verður ekki „svellalyktin“ á Skaganum

Fullyrða má að ströndin og fjörurnar við Akranes og Borgarnes fái allt aðra og betri ásýnd en hingað til, þegar lokið verður við mesta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í á Vesturlandi. Þetta eru að sjálfsögðu fráveiturnar frá þessum bæjarfélögum sem verða eins og þær geta bestar orðið þegar framkvæmdum verður lokið næsta haust, en þær eru sem kunnugt er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Nú er að mestu búið að sameina allar frárennslislagnir frá skólpkerfum í hreinsistöðvar niður við sjó. Frá þeim fellur nær ómengaður vökvi í sjó fram í lögnum sem ná nokkra tugi metra út fyrir fjöruborðið.

Á Akranesi eins og víðar, þar sem frárennslismálin hafa ekki verið fullkomin, hefur talsvert borið á lyktarmengun niður við sjóinn og á stundum svolítið inn í bæinn. Þessi lykt mun af mörgum hafa verið kölluð „svellalykt“ á Akranesi. Skagamaður einn sagði að þetta tal um svellalyktina hafi orðið til þess að honum og einum bekkjarfélaganum hafi orðið þetta að verkefni í þemaviku í Brekkubæjarskóla á sínum tíma.

„Við tókum það að okkur að gera úttekt á frárennslismálunum á Akranesi og skrifuðum um þessa rannsókn okkar heilmikla ritgerð. Þessi svokallaða „svellalykt“ var þannig tilkomin að þegar haustveðrin byrjuðu og það frysti fauk upp úr fjörunni og settist á tjarnir og polla niður við sjóinn. Svo fraus þetta og í næsta veðri bætti svo ofan á og þannig var þetta fram á vor. Svo þegar sólin hækkaði á lofti gaus upp þessi lykt sem var hálfu verri en að haustinu. Þá var þessi mengun að koma aftur yfir bæinn úr svellunum. Þannig var hugtakið, svellalyktin, tilkomið. Ég man að það var sérstaklega Kalmansvíkin sem var slæm hvað þetta snertir. Ég gæti trúað að það hafi lagast stórlega á seinni árum, en þarna voru m. a. á floti notaðar getnaðarvarnir og sitthvað fleira. Við fengum fínt fyrir þessa ritgerð í skólanum á sínum tíma,“ sagði Skagamaðurinn sem hingað til hefur reyndar ekki viljað úttala sig frekar um þessar rannsóknir og ritgerð, enda ekki getað fundið þær í pússi sínu þrátt fyrir ítrekaða leit.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is