Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2010 12:22

Boðað til fundar í dag vegna tillögu um lokun skóla

Hópur fólks í uppsveitum Borgarfjarðar hefur boðað til fundar í dag klukkan 14:00 í félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði. Þessi sami hópur hefur stofnað síðu á Facebook undir heitinu “Vinir Kleppjárnsreykjaskóla – við viljum hafa skólann okkar áfram.” Í kynningu á síðunni segir orðrétt: “Fulltrúar í sveitarstjórn Borgarbyggðar lögðu það til á fundi 30. des. sl. að Kleppjárnsreykjaskóla yrði lokað í sparnaðarskyni. Ekki á að breyta skólahaldi í öðrum skólum sveitarfélagsins. Sveitungar og aðrir velunnarar Kleppjárnsreykjaskóla! Stöndum saman um að mótmæla þessu. Verjum skólann okkar og byggðarlagið.” Samkvæmt fundarboðun er fundinum í dag ætlað að mynda samstöðu og þar á að ræða málin, “með jákvæðni, bjarstýni og samstöðu getum við komið ýmsu til leiðar,” segir orðrétt. Undir fundarboð rita Hulda, Jóna, Nanna og Guðrún.

Ástæða þess að daginn fyrir gamlársdag lauk samstarfi allra lista í sveitarstjórn Borgarbyggðar var tillaga um skólamál sem ekki náðist samstaða um. Þar sem Skessuhorn hefur ekki tillöguna undir höndum er ekki hægt að greina nákvæmlega frá henni. Efnislega fjallaði hún þó um verulegan niðurskurð í rekstri skóla í uppsveitum Borgarfjarðar síðar á þessu ári. Samkvæmt heimildum Skessuhorns vildu fulltrúar Framsóknarflokks og hluti sjálfstæðismanna loka Kleppjárnsreykjaskóla í sparnaðarskyni, en allir fulltrúar Borgarlistans voru því andsnúnir. Af þeim sökum sprakk samstarf svokallaðrar þjóðstjórnar í Borgarbyggð. Skessuhorn mun greina nánar frá fundinum í Logalandi síðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is