Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2010 10:10

Pétur í Stykkishólmi fékk fálkaorðuna

Pétur ásamt Svanborgu konu sinni.
Einn Vestlendingur var meðal tíu Íslendinga sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri og skipstjóri í Stykkishólmi hlaut riddarakross fyrir frumkvæði í ferðaþjónustu. Pétur og kona hans Svanborg Siggeirsdóttir hafa sem kunnugt er um árabil rekið Sæferðir, sem gerir út Breiðafjarðarferjuna Baldur og fleiri skip til ferðaþjónustu. Leyfum við okkur að vísa í viðtal við þau hjón Pétur og Svanborgu í jólablaði Skessuhorns.

Þá var annar af þessum tíu sem hlutu fálkaorðuna mjög tengdur Stykkishólmi, á ættir sínar að rekja þangað. Það er Áshildur Haraldsdóttir tónlistarmaður sem hlaut riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar tónlistar. Ásthildur er dóttir Haraldar Sigurðsson jarðfræðings úr Hólminum. Hinir átta sem fengu fálkaorðuna að þessu sinni voru: Einar Kárason rithöfundur, Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður, Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, Högna Sigurðardóttir arkitekt, Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir útskurðarmeistari og Sólveig Guðlaugsdóttir geðhjúkrunarfræðingur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is