Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2010 09:03

Stefnt að auknum framkvæmdum með hækkandi sól

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi segir í áramótaávarpi hér á síðunni að stefnt sé að auknum verkefnum og framkvæmdum með hækkandi sól. Akraneskaupstaður leggi þó upp með varfærna fjárhagsáætlun fyrir nýbyrjað ár.

„Við getum gert okkur vonir um að auka við framkvæmdir með fjölgun verkefna til atvinnusköpunar með hækkandi sól. Meirihluti bæjarstjórnar Akraness hefur lagst á árar um að byggingaframkvæmdir hefjist, svo sem stækkun þjónusturýmis Dvalarheimilisins Höfða. Einnig erum við með góðu fólki að reyna að koma byggingu blokkar við Sólmundarhöfða af stað. Við sjáum næg verkefni framundan en vandinn er að fara ekki af stað fyrr en við höfum fulla vissu fyrir fjárhagslegri getu þannig að hægt verði að klára verkefnin.“

Þá segir Gísli að stórhuga einstaklingar séu að vinna að fjármögnun hótelbyggingar en það hafi verið aðal akkilesarhæll Akraness að geta ekki boðið gestum erlendum og innlendum upp á gistingu við þær aðstæður sem ríkja í ferðamannaiðnaði í dag. „Við höfum ekki haft fyrirhyggju og nægar hugmyndir um að bjóða upp á fjölmarga kosti þess að vera ferðamannavæn í nágrenni höfuðborgarinnar, segir Gísli S. Einarsson.

 

Sjá pistil Gísla hér á síðunni undir aðsendar greinar, en hann nefnist "Enn eru áramót."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is