Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2010 10:38

Loftorka lýkur við undirgöng við Hlíðarfót

Loftorka í Borgarnesi hefur nýlokið við forsteypt undirgöng við Hlíðarfót í nágrenni Öskjuhlíðar í Reykjavík. Verkefnið er hluti af framkvæmdum sem meðal annars tengjast komu Háskólans í Reykjavík á svæðið.

Undirgöngin eru 35 metra löng, 2,7 metrar á hæð og fjórir metrar á breidd að innanmáli.  Forsteyptar stokkeiningar voru framleiddar í verksmiðju Loftorku í Borgarnesi, tólf stokkeiningar sem eru um 27 tonn hver og tvær minni endaeiningar. Einingarnar voru síðan fluttar til Reykjavíkur þar sem þeim var raðað saman. Vinnan við að setja göngin saman og stilla af tók einungis þrjá daga, sem er væntanlega met í undirgöngum af þessari stærð, að sögn Óla Jóns Gunnarssonar framkvæmdastjóra Loftorku.

Óli Jón segir að það sé ekki bara stuttur samsetningartími á verkstað sem er kostur, heldur þurfa göngin ekki að sitja jafn djúpt í landinu og með hefðbundnum aðferðum sem gerir alla umgengni þægilegri. Framkvæmdaraðili verksins er Verktakar Magni ehf. og burðarþolshönnun eininganna var í höndum Gústafs Vífilssonar hjá Teiknistofunni Óðinstorgi. 

Óli Jón segir að til framtíðar horfi þeir hjá Loftorku til þess að nota þessa aðferð við gerð undirganga á vegum sem þegar eru í notkun án þess að þurfi að rjúfa veg að fullu.  „Þá er hægt að setja staka einingu niður öðrum megin vegar, breikka vegöxlina lítillega og taka fjær helming vegar í sundur fyrst og síðan hinn. Þannig sparast hjárein og töluverður kostnaður um leið,“ segir Óli Jón.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is