06. janúar. 2010 09:57
Víða er hálka og hálkublettir á vegum landsins. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á Vesturlandi sé hálka á Holtavörðuheiði og norðanverðu Snæfellsnesi, snjóþekja á Fróðárheiði og á Vatnaleið en hálkublettir á öðrum leiðum. Á Vestfjörðum er snjóþekja á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði en annars víðast hálka. Flughálka er frá
Patreksfirði að Kleifaheiði. Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og skafrenningur í Öxnadal. Á Austurlandi er víðast hálka og snjóþekja. Þungfært er um Vatnsskarð eystra og þæfingsfærð er á Breiðdalsheiði.
Unnið er að undirgöngum undir Vesturlandsveg við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Vegfarendur eru sérstaklega beðnir að virða
hámarkshraða.