Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2010 03:00

Sjúkraflutningsmaður tók á móti barni

"Þetta var mesta gleðistundin í mínu lífi þegar ég heyrði strákinn orga,“ sagði Gísli Björnsson sjúkraflutningsmaður á Akranesi, sem í morgun tók á móti barni í heimahúsi á Akranesi. Móðir og barn voru að fæðingu lokinni flutt á kvennadeild SHA og heilsast báðum vel.

Það var laust fyrir klukkan átta í morgun sem boð barst frá húsi við Einigrund á Akranesi að kona væri komin að fæðingu. Sjúkraflutningsmennirnir Gísli Björnsson, Sigurður Már Sigmarsson og Skarphéðinn Magnússon þustu á staðinn.

Þeir voru rétt komnir inn á heimilið þegar húsmóðirin Birna Skarphéðinsdóttir stundi því upp að  barnið væri að koma. „Þá fæðir þú bara góða mín,“ sagði Gísli sem lét sér ekkert bregða enda búinn að starfa í yfir þrjátíu ár í sjúkraflutningum. „Hlutirnir gerðust síðan hratt. Ég sá kollinn koma í ljós og gerði mér strax grein fyrir því að naflastrengurinn var vafinn um hálsinn á barninu og náði að snúa því. Síðan handlék ég barnið eftir bókinni og þetta gekk að óskum. Þetta er fyrsta barnið sem ég tek á móti þótt oft hafi legið nærri,“ sagði Gísli þegar blaðamaður Skessuhorns hitti sjúkraflutningsmennina og foreldrana á kvennadeildinni í dag. Sjúkraflutningsmennirnir komu þá færandi hendi á deildina, gáfu nýfædda drengnum bangsa að gjöf í tilefni atburðarins fyrr um morguninn.

Á myndinni má vart á milli sjá hvor er sperrtari Gísli Björnsson sjúkraflutningsmaður eða faðirinn Magnús Birkir Magnússon. Til hægri við þá á myndinni er móðirin Birna Skarphéðinsdóttir og sjúkraflutningsmennirnir Skarphéðinn Magnússon og Sigurður Már Sigmarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is