Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2010 07:45

Tregar gulldepluveiðar

Tvö af skipum HB Granda, Faxi RE og Ingunn AK, fóru til gulldepluveiða á laugardaginn en Lundey NS er í slipp í Reykjavík þar sem unnið er að hefðbundnu viðhaldi. Reiknað er með því að skipið geti farið til veiða á gulldeplu nk. föstudag. Gulldepluveiðin hefur verið treg og farið rólega af stað eftir áramótin að því er Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir á vefsíðu fyrirtækisins. Hann segir menn nú bíða spennta eftir niðurstöðum loðnuleitar á vegum Hafrannsóknastofnunar.

Vilhjálmur segir að sl. sunnudagur hafi farið í leit að veiðanlegri gulldeplu en sú leit hafi ekki borið árangur fyrr en á mánudag. Þá gátu skipin verið að veiðum á meðan birtu naut en aflinn var samt ekki mikill eða um 70 til 100 tonn hjá hvoru skipi. Í gær voru aflabrögðin heldur skárri eða um 100 til 150 tonn eftir daginn. Hvort skip er því komið með ríflega 200 tonna afla eftir tvo daga á veiðum. Veiðisvæðið er á svipuðum slóðum og fyrir áramót eða í nágrenni Grindavíkurdýpis.

Á myndinni sjást Faxi og Ingunn landa gulldeplu á Akranesi rétt fyrir jól.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is