Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2010 10:05

Valdís Þóra íþróttamaður Akraness þriðja árið í röð

Að lokinni þrettándabrennu og flugeldasýningu á Jaðarsbökkum í gærkvöldi var afreksfólk í íþróttum heiðrað og kunngert val á íþróttamanni Akraness 2009. Valdís Þóra Jónsdóttir golfkona hlaut þann heiður þriðja árið í röð. Í öðru sæti í kjörinu varð Inga Elín Cryer sundkona og í þriðja sætinu hafnaði Karitas Ósk Ólafsdóttir badmintonkona.

Valdís Þóra varð Íslandsmeistari kvenna í höggleik á liðnu sumri og varð fyrst kvenna frá Akranesi til að vinna þann titil. Hún varð í 11. sæti einstaklinga af 108 keppendum á Evrópumóti áhugamanna í Slóveníu. Þá lék hún einnig með landsliði Íslands sem lenti í 16. sæti á Evrópumóti. Valdís Þóra er forgjafarlægsti kvenkylfingur á Íslandi í dag með forgjöfina 0. 

Þær Inga Elín og Karitas Ósk státuðu einnig af mjög góðum árangri á árinu. Inga Elín setti til að mynda nokkur Íslandsmet í sundi. Á árinu 2009 eignaðist ÍA alls 57 Íslandsmeistara í 10 íþróttagreinum. Af íþróttafélögunum voru eftirtaldir íþróttamenn tilnefndir til kjörs íþróttamanns ÍA, það er auk þeirra sem lentu í þremur efstu sætunum. Fimleikamaður ársins Karen Sól Sævarsdóttir, hestaíþróttamaður ársins Jakob S. Sigurðsson, íþróttamaður Þjóts Andri Jónsson, karatemaður ársins Aðalheiður Rósa Harðardóttir, keilumaður ársins Skúli Freyr Sigurðsson, knattspyrnumaður ársins Heimir Einarsson, körfuknattleiksmaður ársins Hörður Kristján Nikulásson og skotmaður ársins Guðmundur Sigurðsson.

Við athöfnina í gærkveldi fengu tvö íþróttafélög innan ÍA sérstakan styrk frá Akraneskaupstað vegna Íslandsmeistara sem þau eignast á árinu, það voru Golfklúbburinn Leynir og Sundfélag Akraness. Eydís Aðalbjörnsdóttir formaður fjölskylduráðs bæjarins afhenti styrkina formönnum félaganna.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is