Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2010 11:07

Aukinn síldarkvóti

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur heimilað með reglugerð auknar veiðar úr stofni íslensku sumargotsíldarinnar. Viðbótin er 7 þúsund tonn. Það kemur til viðbótar þeim 40.000 tonnum sem þegar höfðu verið ákveðin. Tiltekið er í reglugerðinni að veiðar á þessari 7 þúsund tonna viðbótarúthlutun skuli skipulagðar í samvinnu við Hafrannsóknarstofnunina í því skyni að kanna, með sýnatökum, ástand síldarstofnsins. Þannig þurfa áhafnir síldveiðiskipa að haga sýnatökum í samráði við Hafrannsóknastofnunina og með þeim hætti sem stofnunin ákveður. Samkvæmt síðustu fréttum er eitt skip haldið til veiða og vonir manna standa til þess að enn megi veiða síldina til manneldis.

Til að  fullnægja skilyrðum um sýnatöku og að veiðitíminn næði út febrúar skiptu útgerðirnar með sér veiðitímanum enda kemur ekki mikið í hlut hvers skips. Fyrsta tímabilið kom í hlut síldarvinnslunnar en Vilhjálmur Vilhjálmsson deildarstjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda segir fyrirtækið mega sækja sinn skammt á tímabilinu 20-26. janúar. Í hlut HB Granda koma um 800 tonn.

Með ákvörðuðum heildarafla upp á  47.000 tonn verður veiðin á yfirstandandi fiskveiðiári u.þ.b.  35%  af meðaltali afla fiskveiðiáranna 2005/2006 – 2007/2008 eða vertíðarnar áður en sýkingar varð vart í stofninum. Segja má að þessi veiði sé langt umfram væntingar en á tímabili í fyrra voru mestar líkur á að engin veiði yrði heimiluð.

Í haust ákvað ráðherra að skylt væri að færa allan afskurð, sem fellur til við vinnslu síldarinnar um borð í fullvinnsluskipum, í land og einnig breytingu á reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld þar sem heimild til að sleppa niður lifandi síld í nót var afturkölluð.

Í frétt frá ráðuneytinu segir að það sé mat ráðherra að vel hafi tekist til með þessar breytingar og margt bendi til að reglurnar verði látnar gilda í framtíðinni um veiðar af þessu tagi. Hér sé tvímælalaust verið að stíga ákveðið skref til þess að bæta umgengni við sjávarauðlindina.

Á myndinni er verið að landa síld úr Faxa RE á Akranesi í haust.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is