07. janúar. 2010 02:00
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur afhenti viðurkenningar fyrir jólaljósaskreytingar á veitusvæði fyrirtækisins fyrir rafmagn við athöfn í gær.
Á Akranesi kom viðurkenningin í hlut húseigenda að Bakkatúni 4 en í umsögn dómnefndar segir að þar sé stílhrein og falleg jólalýsing með hvítum ljósum.
Aðrar húseignir sem fengu viðurkenningu voru Safamýri 18 í Reykjavík, Súlunes 26 í Garðabæ, húsfélögin að Ársölum 1-3 í Kópavogi, Nesbali 106 á Seltjarnarnesi og parhúsið að Aðaltúni 10 og 12 í Mosfellsbæ.