07. janúar. 2010 03:54
Stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar hefur ákveðið að sækja um að halda unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi í sumar. Friðrik Aspelund formaður UMSB segist vongóður um að vel verði tekið í umsóknina. “Við höfum allt sem þarf til að halda svona mót í Borgarnesi. Að vísu vantar fleiri tjaldstæði en við teljum auðvelt að útbúa þau á Kárastaðatúnunum með litlum tilkostnaði,” segir hann.
Byggðarráð Borgarbyggðar tók erindi UMSB fyrir á fundi sínum í gær og samþykkti að styðja við fyrirhugaða umsókn UMSB um að halda unglingalandsmótið í sumar.