Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2010 07:30

Óánægja með breytingar á Akranesstrætó

Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal margra þeirra sem nota innanbæjarstrætó á Akranesi að staðaldri eftir að breytingar urðu á rekstri strætisvagnsins um áramótin. Skagaverk hætti þá akstrinum eftir að hafa orðið undir í útboði en samið var við Hópferðabíla Reynis Jóhannssonar um aksturinn. Það fyrirtæki notar venjulega hópferðabíla í aksturinn en ekki stræisvagn eins og Skagaverk gerði og er óánægja með það sérstaklega hjá þeim sem ætla að fara með barnavagna með strætó og eldra fólki sem þykir hátt að fara upp í bílana.

Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu Akraneskaupstaðar segist hafa orðið var við þessa óánægju og einnig séu misjafnar viðtökur við nýrri tímatöflu. “Fólk virðist ekki hafa áttað sig á því að ferðum var fækkað og nú eru engar ferðir milli klukkan 9 og 12 á morgnanna,” segir Þorvaldur og bætir við að breytingarnar hafi verið vel kynntar í dreifibréfi til bæjarbúa. Hann segir að í útboðsgögnum hafi verið gert ráð fyrir sérútbúnum strætisvögnum í aksturinn en gefa verði nýjum aðila aðlögunartíma til að verða sér út um þannig bíl. “Sama var upp á teningnum síðast þegar aksturinn var boðinn út og þá ók Skagaverk fyrst um sinn á venjulegum hópferðabíl. Reynir er búin að panta strætisvagn en afgreiðslufrestur er nokkur og hann verður kominn í apríl. Svona bílar liggja ekki á lausu,” sagði Þorvaldur.

Mikill munur var á tilboðum í aksturinn en tilboð Skagaverks var um 50% hærra en Reynis og sagði Þorvaldur ekki forsvaranlegt fyrir bæjarfélagið að hafna slíku á tímum samdráttar. “Við höfum rætt þetta við Reyni og það er fullur vilji til að sníða alla annmarka af en fólk hefur verið mjög ánægt með þjónustuna undanfarin ár sem sést best á því að á síðasta ári fóru um hundrað þúsund farþegar með vagninum,” segir hann 

Vegna strætó
- 8.1.2010 11:22:48 Það er líka búið að breyta áætlunni þannig að börn frá neðri Skaganum verða annað hvort að taka strætóinn kl. 7.30 eða kl 8.00 og koma því of seint í Brekkubæjarskóla
Guðmundur
Strætó.
Spurning til Hópferðabíla Reynis Jóhannssonar, er ekki hætgt að kaupa eða leigja vagninn af Skagaverk? Er nokkuð viss um að hægt sé að semja við Gunnar um það.
Einar Ben.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is