08. janúar. 2010 10:00
Hlynur Bæringsson úr Snæfelli var valinn í lið Icelandic Express deildarinnar í körfubolta eftir fyrri helming mótsins. Valið var tilkynnt nú í vikunni. Þá þóttu áhorfendur Snæfells og KR skara fram úr í jákvæðum stuðningi við sín lið á áhorfendapöllunum.
Aðrir í úrvalsliði karla eru fyrrum leikmaður Snæfells Justin Shouse sem nú leikur með Stjörnunni og var valinn besti leikmaður deildarinnar, Jóhann Ólafsson Njarðvík, Marvin Valdimarsson Hamri og Hvalfjarðarsveitunginn Fannar Freyr Helgason sem leikur með Stjörnunni líkt og Shause.
Hlynur var ekki eini Vestlendingurinn sem valin var hjá KKÍ því Borgnesingurinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sem leikur með Hamri, var valin í hóp 5 bestu í kvennaflokki.